Ferill 696. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1344  —  696. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir einstaklingar fengu eftirfarandi uppbætur og styrki á grundvelli reglugerðar um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða, nr. 905/2021, og sambærilegra eldri reglugerða, árin 2016 til 2023:
    a.     uppbót vegna kaupa á bifreið,
    b.     styrk til kaupa á bifreið í fyrsta sinn,
    c.     styrk til kaupa á bifreið,
    d.     styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið?
    Svarið óskast sundurliðað eftir ári og tegund uppbóta og styrkja.


    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga sem fengu uppbætur og styrki á grundvelli reglugerðar um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða, nr. 905/2021, og sambærilegra eldri reglugerða árin 2016 til 2023. Til nánari skýringar er tegund greiðslna flokkuð eftir því hvort um er að ræða ellilífeyrisþega, umönnunargreiðsluþega, örorkulífeyrisþega, örorkustyrkþega (eingöngu uppbætur) eða einstaklinga sem ekki fá greiðslur frá Tryggingastofnun (eingöngu styrkir).

Fjöldi einstaklinga á ári
Tegund greiðslna 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
a)     Uppbót vegna kaupa á bifreið 583 662 592 525 492 474 485 494
    Uppbót til ellilífeyrisþega 131 181 173 154 111 130 126 145
    Uppbót til umönnunargreiðsluþega 6 15 11 14 9 7 6 11
    Uppbót örorkulífeyrisþega 444 466 407 353 372 337 353 337
    Uppbót til örorkustyrkþega 2 1 4 1
c)     Styrkur til kaupa á bifreið 296 364 309 297 237 291 302 324
    Styrkur (ekki greiðsluþegar) 3 3 3 3 1 7 10 8
    Styrkur til ellilífeyrisþega 101 138 130 140 95 111 135 126
    Styrkur til umönnunargreiðsluþega 16 12 19 10 7 6 14 16
    Styrkur til örorkulífeyrisþega 176 211 157 144 134 167 143 174
d)     Styrkur til kaupa á sérútbúinni bifreið 34 30 25 29 25 23 30 31
    Styrkur (ekki greiðsluþegar) 1 2 1 2
    Styrkur til ellilífeyrisþega 9 2 1 3 7 6 2
    Styrkur til umönnunargreiðsluþega 10 16 9 6 7 7 11 8
    Styrkur til örorkulífeyrisþega 15 12 15 20 10 8 16 21
Samtals fjöldi einstaklinga 913 1.056 926 851 754 788 817 849

b)      Uppbót eða styrkur til kaupa á bifreið í fyrsta sinn
     Ár Fjöldi
     2016 594
     2017 702
     2018 546
     2019 466
     2020 360
     2021 388
     2022 345
     2023 354